SKÁLMÖLD LYRICS
album: "Baldur" (2010)
1. Heima2. Árás
3. Sorg
4. Upprisa
5. För
6. Draumur
7. Kvaðning
8. Hefnd
9. Dauði
10. Valhöll
11. Baldur
1. Heima
Víkingur á vorkvöldi
vakir yfir ánum.
Fullþroskaðar fífunar
fellir hann með ljánum.
Baldur heitir bóndinn
sem beitir þarna ljánum.
Friðartímar, falleg nótt,
fjölskyldan hans sefur.
Hæfilega heitan brodd
heimalningnum gefur.
Baldur heitir bóndinn
sem bústnu lambi gefur.
Gleður bæði goð og menn,
gæfan fylgir honum.
Víf hann á sem værðarleg
vakir yfir sonum.
Baldur heitir bóndinn
sem býr að þessum sonum.
Hann á þessa heiðnu jörð:
hæðir, tún og lækir
Baldur heitir bóndinn sem
bagga sína sækir.
Baldur heitir bóndinn
sem bagga sína sækir
Goðunum þakkar hann góðæristímana langa,
gjöfult er landið frá fjalli og allt út á skaga.
Langsverðið hans hefur lengi fengið að hanga
lóðrétt við síðu því engin er þörf á að draga.
Blikur á lofti og brátt gæti örlagavindur
blásið um sveitirnar hráslagalegur og kaldur.
Við Urðarbrunn Skuld núna örlagahnútana bindur
uggalausum manni og maðurinn sá heitir Baldur.
2. Árás
Kvöld, úr norðri kólna fer.
Kemur yfir heiðar:
vængjasláttur, vætta her,
varúlfar til reiðar.
Ég reið yfir landið mitt, reri' út á fjörð.
Rólegur sjórinn, ég lofaði Njörð
Í ljósanna skiptum ég leit upp í Skörð,
ljót var sú sýn er mér mætti.
Kom yfir brúnina kolsvartur her,
ég kúventi bátnum og hraðaði mér.
Vængirnir steinrunnir, vígtannager
og væl sem nú kyrrðina tætti.
Skugga hann varpaði, skelfileg sjón.
Skálmöld var risin og mikið varð tjón.
Drukknaði þannig mín dýrasta bón,
drepið var allt sem ég unni.
Verja þau átti en var til þess seinn,
viti menn, lifandi eftir ei neinn.
Ataður svörður sem áður var hreinn,
allt mitt var hrunið að grunni.
Ég sá:
barnið mitt tætt, blóðugt og hrætt.
Ég sá:
barið á húsgripum mínum og ætt.
Ég sá:
saklaust blóð, fljóta um fljóð.
Ég sá:
fjölskyldu slátrað sem var mér svo góð.
Ég sá:
deyja mær, dæturnar tvær.
Ég sá:
dreyrrauðar klærnar sem læstust í þær.
Ég sá:
visna jurt, var einhvers spurt?
Ég sá:
vágestinn glotta og halda á burt.
Gekk um garð,
gríðarskarð,
höggvið hart,
Hel mig snart.
Vængjuð vá,
vargur sá
Nafn hans nefnt,
nú skal hefnt
Heit er gefið, heit sem verður efnt.
3. Sorg
Fegin verður bæði, bið
bindur okkar hlekki.
Slegin ótta vættir við
vera máttu ekki.
Háar raunir móður minnar,
mæðuvísu syngur.
Bláar varir, kólna kinnar,
krókna brotnir fingur.
Vakið angist hefur hann,
hryggur, votur hvarmur.
Hrakið hefur margan mann,
mæddan bugað harmur.
Flótta hafið langan, látin,
liðin nú þau hafa.
Ótta, reiði, gremju grátin,
galtóm augun stafa.
Stafa augun galtóm grátin,
gremju, reiði, ótta.
Hafa þau nú liðin látin,
langan hafið flótta.
Harmur bugað mæddan mann,
margan hefur hrakið.
Hvarmur votur, hryggur hann,
hefur angist vakið.
Fingur brotnir krókna kinnar,
kólna, varir bláar.
Syngur vísu mæðu minnar,
móður raunir háar.
Ekki máttu vera við,
vættir ótta slegin.
Hlekki okkar bindur bið,
bæði verður fegin.
[The lyrics show an Icelandic / Old Norse "sléttubönd" (plural "sléttuband") ‒ a type of poem one can read both normally and backwards without destroying its poetic form.]
4. Upprisa
Risin upp af jörðu, reikul eru spor,
röddin brostin, andinn sár og lamað er mitt þor.
Gen ég upp að Vörðu, gái yfir brún,
garður hruninn, bæjarrúst og sviðin öll mín tún.
Óðinn!
Heimdallur!
Himnahallir!
Baldur!
Forseti!
Æsir allir!
Aumkið ykkur yfir mig, blásið mér í brjóst
baráttu- og hefndarmóð, núna er mér ljóst
að það er verk sem út af stendur, ég verð að sinna því,
valinn þekja fallnir, svartan himin kólguský.
Stillið mínar hendur, styrkið þreyttan fót,
styðjið við mig, bræður, sækið axir, sverð og spjót.
Nár við fætur liggur, nidd er sérhver taug,
núna söfnum líkunum og leggjum þau í haug.
Hugurinn er styggur, hefndarþorstinn sár,
heiðin geymir friðþægingu upp við Jökulsár.
Upprisinn á ögurstund,
örlög skapa hetjulund.
Loksins núna léttast spr,
lyftist brún og eflist þor.
Birginn þannig býður þeim
bitvargi úr Heljarheim.
Heldur hann í veika von,
vígamaður Óðinsson.
Rís hann upp og sjá – Ég er afli gæddur!
Ríður burtu Gná – Þessi ógnarkraftur!
Berserkur upp rís – Ég er Baldur fæddur!
Bliknar heilladís – Ég kem aldrei aftur!
Ríðum móti hættum, ríðum yfir heiði.
Ríðum móti vættum, leggjum bú í eyði.
Upp er risinn Baldur Óðinsson!
Hefnum fyrir vígin, hættur okkur lokka.
Heiman fetum stíginn, seint mun klárinn borkka.
Upp er risinn Baldur Óðinsson
5. För
Haldið upp á heiðina með mér,
höfuðin fjúka í nótt.
Guðirnir gefa okkur þrótt.
Guðirnir veita okkur þrótt til að sigra.
Vinir, ykkar vígamóði her.
veitir mér liðveislu í nótt.
Guðirnir gefa okkur þrótt.
Guðirnar veita okkur þrótt til að sigra.
Sver ég nú og sverðið legg,
svírann á og sundur hegg.
Jórinn þreyttur, ég er sár.
Jökullinn yfir gnæfir hár.
Blóðugur með brotna hönd
berst ég einn um ókunn lönd.
Held ég enn í veika von,
vígamaður Óðinsson.
Göngum móti glötun og dauða,
gjótur þar bíða og fen.
Þar geta tryllingsleg trén
tekið þig niður og skellt þér á knén.
Nýtum daginn og nóttina rauða,
neitum að ganga í fen.
Vörumst að taki' okkur trén.
Gegn Tý, Þór og Óðni við föllum á knén.
Ófærur og dauðans dýr
drepa þann sem burtu flýr.
Höldum áfram, heiðnir menn,
himnaranir þeir falla senn.
Tölunni við týnum vrátt,
tættir sundur smátt og smátt.
Held ég enn í veika von,
vígamaður Óðinsson.
Frændur mínir, fóstbræður,
fylgið mér um ófærur.
Deyi sá er deyja á,
dugi sá er ætla má.
Held ég upp á heiðina,
held ég verstu leiðina.
Held ég enn í veika von,
vígamaður Óðinsson.
6. Draumur
7. Kvaðning
Ligg ég eftir langa drauma,
liggur stirður, hugur sljór.
harið finn ég kröftugt krauma,
kreistir hefnd ef fyrrum sór.
Heiðin býr að blindum,
horfi ég mót svörtum tindum,
Hel býr þar í mörgum myndum:
myrkur, kuldi ís og snjór.
Heljarsál af himnum steyptist,
hafði af mér bú og menn.
Hatrið inn í hugann geyptist,
heldur mér á lífi enn.
Fleyjum þínum feigðin grandi,
finn ég þig á sjó og landi.
Kem ég til þín forni fjandi,
fundir okkar nálgast senn.
Morgunsól á miðri heiði,
minningarnar sækja á.
Mikil er og römm sú reiði,
rífur sárin hatrið þá.
Eitt sinn átti fljóð að finna
sem fallig gætti barna minna,
en núna hef ég verk að vinna:
vega blóðga, stinga' og flá.
Höldum nú á feigðarinnar fund,
þetta ferðalag mun telja okkar daga.
Vaskir menn á vígamóðri stund
og Valhöll bíður okkar.
Höldum nú á feigðarinnar fund,
þetta ferðalag er köllun vor og saga.
Vaskir menn á vígamóðri stund
og Valhöll bíður okkar allra þá.
8. Hefnd
Tindinum náð, titrar þar jörð undir fótum.
Takmarkið þráð, glyrnurnar sýnir og klær, og hann hlær.
Himinn ber við, hærra en drögum við spjótum.
Höður, ég bið, mistiltein Loka mér fær, hann einn nær.
Hlaupið er á vopnin þau glitra og glóa.
Gefjuni frá, herklæðin óvenju þétt, fjaðurlétt.
Örlagastund, undir eins byrjar að snjóa.
Undir þá grund, skelfir hvern bölvaðan blett, sérhvern kltt.
Öxina keyri ég niður í skítugan skrápinn,
skil hana eftir í undinni grafna á kaf.
Getinn af Niflheimi, geldur þú fyrir öll drápin.
Goðin í nótt þangað fylgja við stjárnanna traf.
Þrumunnar Þór,
eitt sinn ég þér mína hollustu sór.
Þú ert mitt goð, stytta og stoð,
Heljar við styrjöldum hef ekki roð.
Gættu mín vel, hleyp ég mót Hel,
Þar leynast hættur í sérhverjum mel.
Allt getur gerst, Baldur nú berst,
verði það banamein, sáttur ég ferst.
Baldur, þú mér banar,
barðist vel og Þór veitti lið.
Ffl að verkum flanar,
fer ég nú um Niflheimahlíð.
Deyja allir mínir árar,
örlög dís á kálfskinn párar.
Svartar nætur,
svíkja fætur,
svíður hönd er vatnið gárar.
Sár er ég og sár ert þú,
sárir göngum burtu nú.
Mið- í garði,
minnisvarði
rís í ásatrú.
9. Dauði
Ligg ég, lek mín sár,
lopinn kólnar minn nár.
Dauðinn dregur mig nær,
dettur yfir mig snær.
Lið mitt liggur hjá mér,
látin hersingin er.
Hetjur höfðu það af,
hefndin frið okkur gaf.
Hinsta dreg ég andardráttinn,
drengur Óðins missir máttinn.
Sortinn teygir sína arma,
sól úr austri kastar bjarma.
Loksins reiði lægja öldur,
laskað sverð og brotinn skjöldur.
Bros á varir Baldurs færist,
bræðralagið aldrei tærist.
Vígamaður Baldur Óðinsson!
Gunnar jarl og Grímur deykja,
guðirnir þá munu heygja.
Vargurinn í valinn beygður,
verður seint af nokkrum heygður.
Brosi nú til barna minna,
brátt mun öllum sorgum linna.
Kæra sé ég konu mína
kúra upp við syni sína.
Nú er ekki neinn sem lifir,
nóttin hellist kolsvört yfir.
Líf í Baldurs auga blikar,
bíður dauðinn, aðeins heikar.
Upp er runnin stóra stundin,
stöðvast allt við hinsta blundinn.
Blæs úr norðri, bærast stráin,
Baldur er nú loksins dáinn.
10. Valhöll
Hetja er fallin, höndin sár,
höfuðið klofið að strjúpa.
Gróa þar síðan Baldursbrár,
berjalyng kroppar rjúpa.
Valkyrjur sækja vígamenn,
völlurinn ataður blóði.
Einherja mun þig Óðinn senn
útnefna, vinurinn góði.
Hafinn á loft og traust er tak,
tekinn án nokkurra refja.
Vergmálar víða vopnaskak,
við megum alls ekki tefja.
Sannað sig núna hefur hann,
hetja og örlagavaldur.
Kveðjum við þennan mæta mann,
maðurinn sá heitir Baldur.
Valkyrjur nú valinn kanna,
velja menn til stórræðanna.
Okkar þannig Bifröst bíður,
Baldur hafri Þórs upp ríður.
Yfir sjáum heiðna hrafna,
Huginn, Muninn visku safna.
Heimdallur mun hliðin opna,
höldum inn og beint til vopna.
Einherjar um völlinn vaða,
Valhöll, staður allra staða.
Miðgarður kveður, magnlaus þá
mókaður um ég svamla.
Núna ég horfi niður á
nautin við bæinn minn gamla.
Bærist þar líf við Bæjartjörn,
balinn er umvafinn lyngi.
Leika sér þarna lítil börn,
lífið, það gengur í hringi.
Að okkur nú goðin gæta,
glaðir skulum kverkar væta.
Mært hvern annan mætir getum,
mjöðinn drekkum kjötið etum.
Báðir tveir, jarl Gunnar, Grímur,
glösin tæma, kveða rímur.
Búnir undir ragnarökin,
rekum sverðin út um bökin.
Sárin gróa, sorgir bakka,
sálin heil, ég Óðni þakka.
[English translation:]
Hero is fallen, hand is sore
Head is cleaved to the neck
Ever since then grow sea mayweed [baldursbrár]
Berries eats the Rock Ptarmigan [rjúpa]
Valkyries fetch the fighting men
Field is covered in blood
Einherja you Odin will
Nominate my good friend.
Carried into the air, steady grip
Taken without any gainsay.
Echos widely weapons clash,
We can not delay now
Now he has proven himself,
A hero and fate maker.
We say our goodbyes to this good man,
The man I speak of is Baldur.
Valkyries the val explore now,
Pick the men for the confrontation.
Bifrost waits for us like that,
Baldur bucks [goats] of Thor now rise.
Overhead two ravens flying,
Huginn, Muninn wisdom gater.
Heimdall shall open the gates,
We shall in and straight to arms.
Einherjar the val now roam,
Valhall, place of all places.
Midgard goodbye, powerless then
Confused I roam around [?]
Now I look down upon
The bulls around my old town..
Life is there around Bæjartjörn [central square of Asgard],
Bale is covered in heather.
Around there play little children,
Life there moves in circles.
Over us the gods now watch,
Glad we shall fill our throats.
Maidens to the other men introduce,
The mead we drink and the meat we eat..
Both of them, jarl Gunnar, Grímur,
Glasses empty, saying rhymes..
Prepared now for Ragnarok,
Shove the swords out through the backs.
The wounds they heal and sorrows dwindle,
Soul is whole, I Odin thank!
11. Baldur
[Bonus Track]
Minningin svíður, ég man þetta vel,
missinn sem skóp hjá mér reiðina.
Skaðræðislýður sem skreið yfir mel,
skarinn minn fríður var dreginn um Hel.
Óðni, sem bíður, nú ætt mína fel.
Víst var ég kvalinn og visinn og sljór,
vitstola hljóp upp á heiðina.
Hálf- var ég galinn er hefnda ég sór.
Horfði á dalinn minn, kvaddi og fór,
lamaður, kalinn en leiddur af Þór.
Há var heiðin,
hungur og myrkur,
en áfram arkaði.
Löng var leiðin,
lítill minn styrkur,
er spor mín markaði.
Skepnan skorin.
Skaðræðisópin,
þá Hel loks hörfaði.
Víst á vorin
veinin og hrópin
berast frá vörðu við Baldurs haug.
Aldrei mun skilja þann skaða sem hlaust,
skelfingarópin og neyðina.
Níðings- með vilja þú bein þeirra braust,
börnin mín ylja mér ekki í haust.
Sorgir vil hylja, á Tý legg mitt traust.
Ásgarður teymdi mig aftur til þín,
örmagna glóp lýsti leiðina.
Varginn mig dreymdi, þá válegu sýn
vandlega geymdi hvar sól aldrei skín.
Lævísin streymdi frá Loka til mín.
Brennheitt blóðið
bunaði niður,
er Vör oss vitjaði.
Hávært hljóðið,
hryglur og kliður
er búkinn brytjaði.
Líkin lengi
lágu við steininn.
Þá goðin grófu oss,
dána drengi,
dysjuðu beinin.
Og ég þekktist þrekið
þegar ég hélt af stað.
Við hef ég tryggðum tekið,
traustur ég ríð í hlað.
Þú komst særður og sár,
sundrað var allt þrekið.
Undir heiðninnar hönd
hefur fundið stað.
Hamar Þórs og hans þrár
Þrymur gat ei tekið.
Þessi blóðslegnu bönd
bera skalt í hlað.
Víkingur á vorkvöldi
vaskur kallar Óðin.
Hallar- opnast hliðin þá,
herma þetta ljóðin.
Baldur heitir bóndinn
sem bundinn er í ljóðin.
Loks er liðinn
löstur úr minni,
nú birtast brautirnar.
Finn ég friðinn
frelsa mitt sinni.
Nú þagna þrautirnar.
Sláttur slaknar,
Sleipnir mig vekur.
Mér heilsar Heimdallur.
Valhöll vaknar,
við mér hún tekur
og Goðheimur gjörvallur.
Hlaupum móti hetjum með skjöldinn,
halir rísa aftur á kvöldin.
Bölsýnin, ef berst hún um völdin,
burtu skal flæmd.
Höldum því að Heiðrúnarveigum,
hornin fyllum, lyftum og teygum.
Sæhrímni til átu við eigum,
engin trog tæmd.
Velkominn vertu.
Velkominn víkingur.
Velkominn víga valdur.
Velkominn vin.
Hetja hefur beinin sín borið,
Baldur horfir þó út í vorið.
Látlaust fas og létt er hans sporið.
Lést hann með sæmd.
Baldur Ragnarsson ‒ Guitars, Vocals
Björgvin Sigurðsson ‒ Vocals, Guitars
Gunnar Ben ‒ Keyboards, Oboe, Vocals
Jón Geir Jóhannsson ‒ Drums
Snæbjörn Ragnarsson ‒ Bass, Vocals
þráin Árni Baldvinsson ‒ Guitars, Vocals
Thanks to siggitiggi for sending track #10 English translation.
Thanks to career.soldier for sending track #11 lyrics.
Thanks to steinidj for correcting track #3 lyrics.
Björgvin Sigurðsson ‒ Vocals, Guitars
Gunnar Ben ‒ Keyboards, Oboe, Vocals
Jón Geir Jóhannsson ‒ Drums
Snæbjörn Ragnarsson ‒ Bass, Vocals
þráin Árni Baldvinsson ‒ Guitars, Vocals
Thanks to siggitiggi for sending track #10 English translation.
Thanks to career.soldier for sending track #11 lyrics.
Thanks to steinidj for correcting track #3 lyrics.
Submits, comments, corrections are welcomed at webmaster@darklyrics.com
SKÁLMÖLD LYRICS
Copyright © 2001-2019 - DarkLyrics.com --- All lyrics are the property and copyright of their respective owners.
All lyrics provided for educational purposes and personal use only. Please read the disclaimer.
All lyrics provided for educational purposes and personal use only. Please read the disclaimer.