SKÁLMÖLD LYRICS
album: "Með Vættum" (2014)
1. Að Vori2. Með Fuglum
3. Að Sumri
4. Með Drekum
5. Að Hausti
6. Með Jötnum
7. Að Vetri
8. Með Griðungum
1. Að Vori
Þórunn Auðna, þá hún fæddist
þungt var yfir Ísafold
Eymd sem allt um lá og læddist
loftið sverti, vötn og mold
Myrkur að vori á Melrakkasléttu
Meybarn var borið í óþökk og nauð
Fátæk og horuð hún fæddist, með réttu
Fyrst voru sporin öll hamingjusnauð
Þakkir fær sá er Þórunni sendi
þakkir af einingu
Ég veit ekki hvar hún bernskunni brenndi
barnið með meiningu
Þórunn Auðna, þá hún fæddist
þeyr blés yfir dal og tún
Varla neina vá hún hræddist
varin undir galdrarún
Þakkir fær sá er Þórunni sendi
þakkir af einingu góðar
Ég veit ekki hvar hún bernskunni brenndi
barnið með meiningu þjóðar
Fyrst varð hún móðurlaus, föðurlaus siðan
Fjöllin og gróðurinn tóku að sér
ljóshærða flóðið með lokkinn svo friðan
læst hennar blóðbönd í örlagakver
Ég veit ekki hvar hún æskunni eyddi
eða hvar hófst hennar ferð
Né hvað það var sem götuna greiddi
gaf henni bogann og sverð
Þórunn Auðna, þá hún fæddist
þa blés von um Íslandsströnd
Neistinn fyrir norðan glæddist
nytsamleg sú hjálparhönd
Þórunn Auðna, þá hún fæddist
þustu vár um lönd
Vigaklæðum vösk hún klæddist
vættir treystu bönd
Bjargvættur okkar enn barnung að aldri
borin á Melrakkasléttu
Vorið sem Þórunn er valin, of Baldri
verndari Íslands með réttu
2. Með Fuglum
Fugl er stærstur Fróni á,
fjallstindanna milli ná
vængjafjaðrir.
Vindinn aðrir
vinir honum kljúfa hjá.
Kornung þegar komu fyrst
kynjaskrímsli, svöng ég þyrst.
Fjalls- afþaki
flang á baki
fuglinum er ríkir nyrst.
Blésu hana bitrum móð
barði frá sér Íslands fljóð.
Þegnar sváfu,
þessa gófu
Þórunn fann er leit hún blóð.
Fyrsta stríð af fjórum vannst,
fréttist víða, sagan spannst.
Þó í ljóðum
þessum góðum
Þórunn hvergi fyrir fannst.
Með fuglum.
Með fuglum.
Þórunn hvergi fyrirfannst.
Með fuglum.
Með fuglum.
Þín var ævin þréttán ár
þegar först með fuglum,
fálkum, örnum, uglum.
Þú var himinn þungur, grár,
þegar först með fuglum.
Þórunn var orðin Þréttán ára,
þegar hún för með fuglum.
Barðist við djöfla og fjanda, fjára,
þegar hún för með fuglum.
Skammt milli gleði -- og tregatára
þegar hún för með fuglum.
Lærði að svo myndi lifið klára,
þegar hún för með fuglum.
Með fuglum.
Með fuglum.
Þegar hún för með fuglum.
Með fuglum.
Með fuglum.
Þegar sváfa flestir fast
fuglar vörðu björgin.
Sökkva lik er sameinast
sverðin fyrir Fjörgyn.
Nötraði allt Norðurland,
níð skal vondum banna.
Treysti verðmætt vinaband
vættur meðal manna.
3. Að Sumri
Allt þar féll í ljúfa löð,
landið friðsælt, gjöful tröð.
Bændur, hjú og börnin glöð.
Beið ein þar snót og þagði.
Friður geymdi fold og menn,
fimm ár liðu, nokkur enn.
Land undir fót þá lagði.
Land undir fót þá lagði.
Enginn sína ævi veit.
Áði hún í Mývatnssveit,
áfram yfir landið leit:
"Lengra ég þarf að halda!"
Ung hún steig á Austurland,
eygði skóg og svartan sand.
"Illt skal með góðu gjalda,
illt skal með góðu gjalda."
Sjónarspil við dalsins dyr,
dimmu kljúfa sólstafir.
"Heitböndin munu halda."
Sitthvað slæmt í lofti lá,
lamdi brimið klettatá.
"Illt skal með góðu gjalda
ef fjendur af Gerpinum sjást.
Goðin þeim hjálpi sem finnast og nást."
Enga gísla!
Enga gísla!
"Móti skal tekið af mikilli heift,
mótherjum bannað sem vinum er leyft."
Þórunn gaf austrinu bein sín og blóð,
beið þess að fylgja í vættanna slóð.
Færum þeim þakkir sem fórnuðu sér,
fóru gegn ógnar- og óvinaher.
Fuglarnir syngja og fljótið er tært,
fjögur að nóttu og sólin skín skært.
Engin er hindrun og allt virðist fært,
ekkert fékk Þórunni bugað.
Lækurinn gljáfrar er líður hann hjá,
landið er allt ósköp fallegt að sjá.
Barnið því gleymdi sem bjátaði á,
bara að það hefði dugað.
Sumarið kveikir í bróstunum bál,
brosir og fagnar hver einasta sál.
Mundu að tileinka mönnunum skál,
mikið við öll höfum þolað.
Miðnætursólin er miðpunktur alls,
móarnir loga frá ströndu til fjalls.
Kveiknaði ást milli hennar og hals,
henni fékk ekkert út skolað.
4. Með Drekum
Hátt á vængjum vættur,
veru fylgja herir.
Yfir horfir hafið,
hendast nærri fjendur.
Skríða yfir Skrúðinn
skrælingjar í brælu.
Ljótir á oss leita.
Landið er í vanda.
Barðist fólk á fjöru,
fór á höfðann Þórunn.
Bogi gat ei geigað,
grenja undan frenjur.
Gjalda ógn með eldi,
yfir allt sem lifir.
Hetjur böls og haturs
hrekjast undan dreka.
Um fór, ógnandi stór.
Álengdar stóðu þá Bragi og Þór.
Hart skal mæta hörðu.
Blés þá brandinum sá.
Brunnu þar allir við Sandvíkurá.
Jöfnum þá við jörðu.
Jöfnum þá við jörðu.
Eldraun Auðna þessa þreytti,
Þórunn með sitt sverð og skjöld.
Nóttin til hins betra breytti,
blóðgaði hún drýslafjöld.
Misstum bæði vár og vini,
var það blóðrauð sumarnótt.
Rétt í tungls- og röðulsskini
ráðast kvæði drótt.
Bliksvart blóð,
brennheit glóð.
Stelpan stóð,
stjörf og hljóð.
Þeir komu á skipum, þeir komu úr lofti,
í kraumandi veðri og sjó.
Þúsundum saman með þrumandi öskri
og þefjan sem vit okkar sló.
Vopnlausir flestallir, vargar og skepnur,
sem vilja með kjafti og klóm
rífa þig sundur og ráðast á næsta
með rauðhlaupin augun og tóm.
Blésu þeir eldi á bátana okkar,
við börðumst á móti með heift.
Verk þeirra manna sem ganga á glapstigum
gátum við alls ekki leyft.
Dýrkeyptur sigur en drekar og menn sýndu
duginn sem skilaði þeim
réttinum að geta ráfað að heiman
og ratað á nýjan leik heim.
5. Að Hausti
Tveimur jafnfljótum
Tiplar yfir sandinn
Landið suður lokkar
Tíminn hálfnaður
Sömuleiðis vandinn
Andið svala okkar
Enginn þekkir til
Gjörða eða göngu
Vona sinna valdur
Gömlu konunnar
Endur fyrir löngu
Kona vindur kaldur
Skórinn Gatslitinn
Skörð eru í kápu
Lækir frosnir leka
Skemmir göngu með
Sögum eða drápu
Flækir ísinn fleka
Reynslan Æskune
Rúði inn að skinni
Tapa laufin trjánum
Rífur gömul sár
Slitrótt bernskuminni
Gapa klettar gjánum
[Chorus:]
Það var haust, við þögðum
Allt vort traust, við á þig lögðum
Endalaust en lítið sögðum
Það var haust, við þöðum
Ferðast einsömul
Fararskjótinn enginn
Gjánum klettar gapa
Félagsskapurinn allur
Úr sér genginn
Trjánum laufin tapa
Kaldur vindurinn
Klónum sínum sekkur
Fleka ísinn flækir
Krækiberjablá
Lækjarvatnið drekkur
Leka frosnir lækir
Liðið sumarið
Lækkar sól og dofnar
Kaldur vindur kona
Leggst þar undir stein
Örmagna og sofnar
Valdur sinna vona
Leikur andlitið
Ljósrauð morgunglæta
Okkar svala andið
Líkt og Brynhildar
Goðin hennar gæta
Lokkar suður-landið
[Chorus:]
Það var haust, við þögðum
Allt vort traust, við á þig lögðum
Endalaust en lítið sögðum
Það var haust [2x], við þögðum
Það var haust, í sárum
Allt vort traust, við á þig bárum
Endalaust en lítið sögðum
Það var haust [2x], við þögðum
Það var haust, í klettum
Allt vort traust, við á þig settum
Endalaust en lítið sögðum
Það var haust [2x], við þögðum
[English translation:]
Striding quick across the sands
The south, it calls us
Half our time and half our trouble stands
Fresh winds befall us
No-one knows where fate will chime
What your destiny holds
For the crone, once upon a time
Woman, wind so cold
Shoes worn, cape is frayed
Frozen streams are weeping
Foul path with rhymes is laid
Tangled floes are sweeping
Fields of innocence
No more than an ember
Trees will lose their awning
Old wounds opened by
What she will remember
Mountain’s wounds are yawning
Leaves they turned, no word spoken
Trust unearned, time unbroken
Silence learned, faith it’s token
Leaves they turned, no word spoken
Lonesome traveller, searches out her way
Mountain’s wounds are yawning
No-one next to her, nothing more to say
Trees will lose their awning
Wind-claws rend her flesh, silent is her scream
Tangled floes are sweeping
Blue hands trembling, drinking from a stream
Frozen streams are weeping
Summer’s day is gone, sun is sinking low
Woman, wind so cold
Lays down by a rock, sleeping in the snow
What your destiny holds
Red dawn strokes the face of a frozen sleeper
Fresh winds befall us
Just like Brynhildur, the Gods will be her keepers
The south, it calls us
Leaves they turned, no word spoken
Trust unearned, time unbroken
Silence learned, faith it’s token
Leaves they turned,
Leaves they turned, no word spoken
Leaves they turned, turned to cinder
Our trust burned, you the tinder
Silence learned, faith it’s token
Leaves they turned,
Leaves they turned, no word spoken
Leaves they turned, rocks their landing
Our trust spurned, you left standing
Silence learned, faith it’s token
Leaves they turned,
Leaves they turned, no word spoken
6. Með Jötnum
Æsist jötunn, eðlishvöt
oss frá glötun bjargar.
Rífur göt á feld og föt,
flensar kjöt og sargar.
Skriðjöklar gnauða og skrafa í myrkrinu,
skjálfti um höfðana fer.
Koma þau skríðandi úr kafi,
kafloðin skrímslin úr hafi.
Bryðjandi grjótið og bergið og þúfurnar,
brestur í öllu sem er.
Stætt er þá engum á ströndum.
Storknað er blóðið á höndum.
Ver oss vökull
Vatnajökull.
Dansar dátt mey.
Dyrhólaey.
Vaknar í látunum vinur úr dvala
og veður í óvinaskaut.
Hann er með konu á herðum,
hér vinnur bóginn á sverðum.
Stafnum í jörðina stingur hann hamrammur,
stökkva þá dýrin á braut.
Brotnaði risinn úr bergi,
berserkur hvikar nú hvergi.
Skelfur jörð.
Skelfur þar jörðin er skellur
skaftið á hraunlagðar hellur.
Stendur vörð.
Stendur hann vörð þegar steðjar að hætta.
Hann stendur með okkur og fellur.
Falla lauf.
Falla þá laufin að foldu.
Frjósa lík saman við moldu.
Birtan dauf.
Birtan er dauf þegar bardaga lýkur.
Þar bíða þau tvö sem að þoldu.
Brotnar sjór.
Brotnar þá sjórinn á bergi,
bátarnir þoldu víst hvergi.
Hverfur mór.
Hverfur af mórinn en hvitslegin björgin
víst hvíla á eldgömlum mergi.
Kólnar blær.
Kólnar svo blærinn og kreppir.
Kverkunum risinn ei sleppir.
Losna klær.
Losnar um klær þegar lífið út fjarar
og Loki þá óvininn hreppir.
Halda bönd.
Halda þau bönd er við hnýttum,
heiðrum þær stundir er nýttum.
Jötnahönd.
Jötna- með hönd var þar járnstafur reistur,
í jarðvegi lenti hann grýtt um.
Sofna börn.
Sofna loks börnin er sekkur
sólin við fjarlægar brekkur.
Bæjartjörn.
Bæjarins tjörn tekur blásvartan skugga
er bergrisinn úr henni drekkur.
Jötnahönd, járn- með vönd.
Jökull skelfur, freyðir strönd.
Jafnan halda engin bönd.
Jötnahönd, jötnahönd.
Jötnahönd, járn- með vönd.
Jörðin opnast, sökkva lönd.
Jakar íss við sjónarrönd.
Jötnahönd, jötnahönd.
7. Að Vetri
Vargsgól, vetrarsól,
Vesturland í kringum jól.
Kolsvart, hjarnið hart,
himinhvolfið lýsir okkur stjörnubjart.
Köld lönd, klakabönd,
klífur fjallið loppin hönd.
Snöggt hlær snarpur blær.
Það snjóar, það snjóar, það snjóar.
Við hnjúk, vaðmálsdúk
vefur að sér, dulan mjúk,
hlýtt skinn, hlífir kinn.
Hamast við að komast yfir fjallgarðinn.
Átak, bogið bak,
býr sig undir vopnaskak.
Snöggt hlær snarpur blær.
Það snjóar, það snjóar, það snjóar.
Gengur yfir gamalt hraun.
Gista skúta þar á laun,
þeirra mikil þrek- er raun,
útilegumenn.
Horfa eftir henni burt,
héla frystir visna jurt.
Eftir henni aldrei spurt.
Það snjóar, það snjóar.
Snjóar óðum á snjáðan veg,
snögg er Þórunn og vörpuleg.
Snjóar, hvernig sem snýrðu þér,
snarlega yfir fljótið fer.
Snjóar nú yfir sneiðinginn,
sneisafullur er dalurinn.
Snjóar, þótt komi snemma vor,
snörla vitin og vella hor.
Snjóar ákaft Snæfellsnes,
snarpur vindur um andlit blés.
Snjóar, þar sem við snertum Hel,
snjakahvítt hennar hugarþel.
Snjóar og hvergi snarkar glóð,
snauðir deyja er frystir blóð.
Gömul kona, grá og hokin,
gengur ein í kafaldsbyl.
Hárið sýlt og hettan fokin,
hún kom níður Stekkjargil.
Gengur sér til gagns og hita,
gamlir fætur virðast strita.
Ferðir hennar fæstir vita.
Það snjóar!
Hennar siður, Friggjarfriður,
fótaskriður rennir niður.
Brakar viður, stafur styður.
Stíginn ryður, gæfusmiður.
Þórunn biður Lofn um lið.
8. Með Griðungum
Stærst er þetta stríð af öllum,
standa þeir frá sjó að fjöllum.
Saman völdum sigraköllum,
sundruð öll sem eitt við föllum.
Lýkur stríði, lokast hringur,
lítill fugl með trega syngur.
Tíminn niður stafnum stingur,
stendur vörðinn ferfætlingur.
Fugl í norðri.
Dreki í austri.
Jötunn í suðri.
Griðungur í vestri.
Fjórða sinnið og fullreynt loks,
færðist lokastyrjöldin frá heiði til vogs.
Báru hvor aðra á banaspjót,
báðar fylkingar, dýrt var það blót.
Sótt var af hafi og sótt var af fjöllum,
sótt var úr lofti úr áttum öllum.
Í húfi var landið og heiður þjóðar,
hópuðust kringum okkur vættir góðar.
Griðungur í sjónum syndir,
sækja á hann ljótar myndir.
Rífa klær og tæta tennur,
týnast líf er holdið brennur.
Dugar meðan dagar líða,
dreki, fugl og jötunn bíða.
Látrabjörgin lemja öldur,
laskað sverð og brotinn skjöldur.
Þórunn barðist uns þrótturinn hvarf,
þarna hún kláraði ævistarf.
Studdu við bak hennar staðfastur vættir,
svo standa á frjálsri grundu þú mættir.
Ég bið að þú hafir í brjósti þér myndir,
hún bjargaði okkur og afmáði syndir.
Gleymdu því ekki hvað gerðist, því sprundið
er glatað og hvergi í ljóðstafi bundið.
Griðungur og gömul kona
gæta strandar, lífs og vona.
Bogastrengur bítur fingur,
blóðið fossar, örin stingur.
Barðist þorunn síðsta sinnið,
sigur grófst í þjóðarminnið.
Herkvaðningin herðir trúna.
Hringnum verður lokað núna.
Sveitin þagnar, sverðin liggja ber.
Svefninn langi bíður eftir þér.
Klakabönd og kynjamyndir, kaldur vindur hvín.
Myrkrið dansar, máninn á þig skín.
Vættir gráta, vetur færist nær.
Vindur kólnar meðan syrgja þær.
Frystir allt og fjallið litast fannhvítt eins og lín.
Myndast skuggar, máninn á þig skín.
Þórunn Auðna, þakkarskuldin er
þeirra sem að lifa, sorgin sker.
Heljarköld í húminu er hinsta stundin þín.
Meðan deyrðu, máninn á þig skín.
Snæbjörn Ragnarsson — Bass
Björgvin Sigurðsson — Vocals, Guitars
Gunnar Ben — Keyboards, Vocals, Oboe
Baldur Ragnarsson — Guitars, Vocals
Þráinn Árni Baldvinsson — Guitars, Vocals
Jón Geir Jóhannsson — Drums, Vocals
Thanks to bragifreyr for sending track #3 lyrics.
Thanks to ingisnar for sending track #4 lyrics.
Thanks to career.soldier for sending track #5 lyrics.
Thanks to sevtheblade for sending track #6 lyrics.
Björgvin Sigurðsson — Vocals, Guitars
Gunnar Ben — Keyboards, Vocals, Oboe
Baldur Ragnarsson — Guitars, Vocals
Þráinn Árni Baldvinsson — Guitars, Vocals
Jón Geir Jóhannsson — Drums, Vocals
Thanks to bragifreyr for sending track #3 lyrics.
Thanks to ingisnar for sending track #4 lyrics.
Thanks to career.soldier for sending track #5 lyrics.
Thanks to sevtheblade for sending track #6 lyrics.
Submits, comments, corrections are welcomed at webmaster@darklyrics.com
SKÁLMÖLD LYRICS
Copyright © 2001-2019 - DarkLyrics.com --- All lyrics are the property and copyright of their respective owners.
All lyrics provided for educational purposes and personal use only. Please read the disclaimer.
All lyrics provided for educational purposes and personal use only. Please read the disclaimer.